Golfkennarar


 

Golfkennararnir okkar þeir Ingi og Margeir hafa víðamikla reynslu af golfi og golfkennslu en bæði Ingi og Margeir hafa iðkað íþróttina frá blautu barnsbeini.
Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Inga og Margeir hér að neðan.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur um þá Inga og Margeir, námskeiðin eða kennsluna, ekki hika við að hafa samband hér.

 
Margeir_Port_4.jpg
 

Ingi Rúnar Gíslason

Ingi Rúnar Gíslason er fæddur árið 1973. Ingi hóf golfiðkun sína á Akranesi. Hann útskrifaðist sem PGA golfkennari árið 2007 og hefur kennt víða, m.a. hjá Golfklúbbi Suðurnesja, Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Golfklúbbi Reykjavíkur.

 
Margeir_Port_5.jpg
 

Margeir Vilhjálmsson

Margeir Vilhjálmsson er fæddur árið 1972. Hann hóf golfiðkun í Leirunni árið 1985. Margeir er menntaður golfvallafræðingur. Starfaði hjá Golfklúbbi Reykjavíkur frá 1995-2006, fyrst sem vallarstjóri og svo framkvæmdastjóri. Margeir var aðalhugmyndafræðingur að uppbyggingu æfingasvæðisins Bása og hafði umsjón með uppbyggingu Korpúlfsstaðavallar hjá GR. Margeir er með MBA gráðu frá HR og stundar nú nám við golfkennaraskóla PGA.