Image-1.jpg

Verð fyrir hvert námskeið er kr 18.000. 

Nánari upplýsingar veitir Margeir í gegnum netfangið margeir@golfnamskeid.is

Vetraræfingar:

1. Mánudagskvöld 20-21 / laugard 9-10

2. Mánudagskvöld 21-22 / laugard 9-10

3. Miðvikudagskvöld 20-21 / laugard 10-11

4. Miðvikudagskvöld 21-22 / laugard 10-11

Verð kr 18.000

Hjónaafsláttur 15%

(veljið Hjónagjald undir „Rates“)

VETRARÆFINGAR fyrir félagsmenn GR:

Í vetur ætlar Golfklúbbur Reykjavíkur að bjóða félagsmönnum upp á vetraræfingar í golfi undir leiðsögn Margeirs Vilhjálmssonar. 

Markmið með æfingum er ávallt að bæta tækni á þeim hliðum golfleiks sem upp á vantar og með það fyrir augum að verða betri í golfíþróttinni.  Æfingarnar fara fram á Korpúlfsstöðum, í Básum og í golfhermum hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Hvert námskeið verður í 6 vikur og hefjast fyrstu námskeiðin þann 21. október. 

Eftirfarandi atriði verða sérstaklega tekin fyrir: 

Mið og lengdarstjórnun á púttum. Færri pútt eru lykilatriði til að ná betra skori.

Stutta spilið. Hvaða kylfur er best að nota hverju sinni?  Tækni við mismunandi. Lyfta boltanum eða rúlla? Markvisst og öruggt stutt spil gefur betra skor.

Aukin högglengd með meiri sveifluhraða. Með því að auka sveifluhraðann lengjast höggin og boltinn flýgur betur. Unnið markvisst í sveifluferli og liðleika til að bæta högglengd.

Leikskipulag, markmiðasetning og væntingastjórnun. 

Vetraræfingarnar GR eru fyrir alla sem vilja bæta sig í golfinu, lækka forgjöfina og hafa gaman á vellinum. 

Vetraræfingar:

1. Mánudagskvöld 20-21 / laugardagar 9-10 (hefst 21. okt)

2. Mánudagskvöld 21-22 / laugardagar 9-10 (hefst 21. okt)

3. Miðvikudagskvöld 20-21 / laugardagar 10-11 (hefst 23. okt)

4. Miðvikudagskvöld 21-22 / laugardagar 10-11 (hefst 23. okt)

Verð kr 18.000

Hjónaafsláttur 15% (veljið Hjónagjald undir „Rates“)


 

Golfkennsla - Einkakennsla hjá Margeiri í Golfklúbbnum Holtagörðum

Hvað er betra en að æfa golf allan veturinn. Í frábærri aðstöðu í Golfklúbbnum í Holtagörðum bjóðum við uppá einkakennslu í golfhermum í allan vetur. Kennt er á morgnana frá kl. 9:00 - 13:00. Hermagjaldið er innifalið í kennslunni. Veljið hnappinn „Bóka einkakennslu“ hér fyrir ofan. Þar finnurðu dagatal, þar sem hægt er að bóka tíma.

Einkatímar 30 mín 7.000 kr. / 45 mín 9.900 / 60 mín 12.900.

Boltar / Hermagjald innifalið.

.

 
andrew-rice-433417-unsplash.jpg

Æfingasvæði

 
grafarkot71.jpg

Grafarholt & Grafarkot

Í Grafarholti er golfæfingasvæðið Básar og hinn stórgóði smávöllur Grafarkot. Bæði svæðin eru notuð til að gera nemendur betri því það er mikilvægt að öðlast reynslu við að spila golf, en ekki bara slá bolta á mottu.

 

Básar æfingasvæði

Básar eru stærsta golfæfingasvæði á Íslandi. Þar eru 72 flóðlýstir æfingabásar opnir allan ársins hring. Í apríl verður Básar eitt fyrsta æfingasvæði í heiminum sem tekur í notkun Trackman búnað þar sem notendur geta fengið nákvæmar upplýsingar á skjá um boltaflug, auk þess sem hægt verður að leika í golfhermum á svæðinu. Nýjung sem er að slá í gegn í golfinu í dag.

basar2.jpg