Morgungolf !

Morgunstund gefur gull í mund !

Í júlí og ágúst bjóðum við uppá spilkennslu á morgnana. Leikar hefjast kl. 6:30 og leiknar eru 9 holur á Grafarholtsvelli eða Korpúlfsstöðum.

Á golfhringnum greinum við hvað betur má fara, förum yfir leikskipulag og bjóðum uppá ýmsan annan golftengdan fróðleik.

Morgungolfið kostar 14.900 á mann. Að hámarki eru teknir 2 kylfingar í hvern tíma. Vallargjald er innifalið í verði kennslunnar.

Viljið þið nánari upplýsingar þá endilega sendið okkur póst á golfnamskeid@golfnamskeid.is.

*Bókið tíma í einkakennslu með því að smella á græna hnappinn „golfkennsla“ hér efst í hægra horninu. Þar eruð þið leidd inná dagatal, þar sem hægt er að bóka tíma hjá Inga Rúnari og Margeiri í golfkennslu. Tímabókanir verða staðfestar með SMS.

ingi og margeir.jpg

Ingi Rúnar Gíslason og Margeir Vilhjálmsson hafa yfirgripsmikla þekkingu á golfíþróttinni og geta hjálpað þér að verða miklu betri í golfi


Hallgerður Langbrók

Golfnámskeið fyrir konur. Sérstaklega áhugavert fyrir konur sem vilja vinna kallinn sinn í golfi og þær sem eru feimnar við að fara á völlinn.
Hulunni varpað af ýmsum keppnisleyndarmálum sem koma sér vel.
Þú verður öruggari á vellinum, nærð fullum tökum á leikhraða og hæfni þín á golfvellinum eykst til muna. Skorið lækkar og forgjöfin með.

Skoða dagskrá

Námskeið eingöngu fyrir konur !

Tímar: 4
Verð: 6.900
Æfingasvæði: Grafarkot Grafarholti

 

Hola í höggi

Hvernig á að fara holu í höggi?. Er þetta bara grís? Þarftu að komast nær stönginni? Ertu að miða rétt? Veistu hvað þú slærð langt með kylfunni?
Unnið með stutt og milli-járn.

Fuglunum mun fjölga þar sem boltinn verður nær holunni.

Ef þú ferð ekki holu í höggi á næstu 5 árum - færðu námskeiðið endurgreitt árið 2024 - eða fría upprifjun. Þú ræður.

Skoða dagskrá

Unnið með járnin. Hvernig kemstu nær holunni.

Tímar: 4,5
Verð: 14.900
Æfingasvæði: Grafarkot Grafarholti

 

 

Sleggjan - Sláðu miklu lengra

Þarftu að lengja þig?

Eingöngu unnið með eina kylfu. Dræverinn. Að margra mati lang skemmtilegasta kylfan í pokanum - en á það til að láta illa að stjórn.

Ertu með rétta driverinn? Hentar hann þér?
Hvernig geturðu kreist meiri lengd útúr honum?
Eða þarftu bara að skipta?

Skoða dagskrá

Hámarkaðu högglengdina!

Tímar: 1,5
Verð: 6.900
Æfingasvæði: Básar / Grafarkot

 

Holan er fata - allt beint oní :-)

Pútterinn er mikilvægasta kylfan í pokanum. Kylfingar nota almennt alltof lítinn tíma til æfinga með þessari mikilvægu kylfu. Á þessu námskeiði muntu sjá að holan er í raun fata - og með því að æfa þig rétt, muntu setja miklu fleiri bolta beint í holuna.

Skoða dagskrá

Púttaðu beint í holuna!

Tímar: 1,5
Verð: 5.900
Æfingasvæði: Korpúlfsstaðir - æfingaflöt

 
 

Spilaðu með Íslandsmeistara !

Langar þig að spila með Íslandsmeistara? Þú getur látið drauminn rætast því hér er hægt að bóka golfhring með þreföldum Íslandsmeistara Axel Bóassyni (2011,2017,2018) eða með Haraldi Franklín Magnús (2012), fyrsta Íslendingnum til að leika á The Open. Báðir eru í dag atvinnumenn og leika á skandinavísku mótaröðinni.

Í boði er að leika hvaða völl sem er Hvaleyri, Grafarholtsvöll, Korpúlfsstaði eða hinn nýja og frábæra Brautarholtsvöll. Axel og Haraldur veita góð ráð og gera þá sem með þeim leika að betri kylfingum.

Innifalin er hressing fyrir leik, matur og drykkur að leik loknum, vallargjöld, upphitunarboltar á æfingasvæði, ráðgjöf og kennsla frá Íslandsmeistaranum um hvað megi betur fara fyrir 3 kylfinga. Að sjálfsögðu verður tekin mynd af ráshópnum sem allir leikmenn fá senda innrammaða og áritaða sem minjagrip um hringinn.

Að hámarki 3 kylfingar geta leikið með Íslandsmeistara í hvert skipti og miðast verðið við það.

Alvöru reynsla!

Dagsetningar:
Haraldur: 17.,18.,19. júní
Axel: TBA
Verð: 149.900
Golfvöllur: Valkvæmt

haddi frank.jpg